Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. Aðsent Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins. Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins.
Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15