Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. Aðsent Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins. Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins.
Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15