Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:00 Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48