Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:00 Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48