Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:57 Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira