Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 18:45 Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir. Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir.
Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira