Segir „í kjólinn fyrir jólin“ vera kjaftæði Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 20:07 Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, Vísir Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira