Versta forsíða sem Solskjær hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 10:45 Ole Gunnar Solskjær. Getty/John Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira