Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 12:00 Tólf mál eru til rannsóknar þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms. Getty/scyther5 Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30