Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 10:17 Frá vettvangi björgunaraðgerða 12. nóvember 2015. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19