Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 10:17 Frá vettvangi björgunaraðgerða 12. nóvember 2015. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19