Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 07:00 Gular viðvaranir taka gildi á morgun í nær öllum landshlutum. Þá er vindaspáin annað kvöld nokkuð ófrýnileg, líkt og sést á myndinni. Skjáskot/veðurstofa íslands Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34