Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 07:00 Gular viðvaranir taka gildi á morgun í nær öllum landshlutum. Þá er vindaspáin annað kvöld nokkuð ófrýnileg, líkt og sést á myndinni. Skjáskot/veðurstofa íslands Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34