„Líklegra að refsing Rússa verði þyngd frekar en milduð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 14:30 Rússar mega ekki keppa á alþjóðlegum íþróttamótum næstu fjögur árin. vísir/getty Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við. Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við.
Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26
Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56