Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 16:29 Það er kuldalegt innan sem utan veggja Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira