„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira