Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vill vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“ Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“
Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira