„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 20. nóvember 2019 20:30 Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg
Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13