Myndefni sýnir lögreglu bjarga átta ára stúlku frá mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 21:03 Skjáskot úr upptökum af björgunaraðgerðum lögreglu sem dómstóll birti í gær. Lögreglumaður sést koma stúlkunni í öruggt skjól lengst til vinstri á mynd. Mynd/Skjáskot Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær. Bandaríkin Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær.
Bandaríkin Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira