Myndefni sýnir lögreglu bjarga átta ára stúlku frá mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 21:03 Skjáskot úr upptökum af björgunaraðgerðum lögreglu sem dómstóll birti í gær. Lögreglumaður sést koma stúlkunni í öruggt skjól lengst til vinstri á mynd. Mynd/Skjáskot Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær. Bandaríkin Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær.
Bandaríkin Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira