Dómstóll á Spáni segir töskugjald Ryanair vera „óhóflegt“ Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 07:06 Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims. Getty Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins. Fréttir af flugi Spánn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins.
Fréttir af flugi Spánn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira