Dómstóll á Spáni segir töskugjald Ryanair vera „óhóflegt“ Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 07:06 Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims. Getty Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins. Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins.
Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira