Knattspyrnukonur safna fyrir fjölskyldu Olgu Steinunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Olga Steinunn lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Vísir Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðskonur í knattspyrnu, hafa sett af stað söfnun fyrir eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur sem lést í sumar eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guðlaug og Ásta hafa stofnað styrktarreikning og ætla einnig að halda styrktarmót fyrir allar knattspyrnukonur 20 ára og eldri í Egilshöll 28. desember. „Olga var fædd árið 1975 og lék hún upp yngri flokkana með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk. Olga bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni en árið 2013 greinist hún með brjóstakrabbamein og flytur til Íslands eftir það,“ segja þær um söfnunina. Olga lést í júlí á þessu ári og lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Olga og eiginmaður hennar, Gísli Álfgeirsson, ræddu opinskátt um meinið og baráttuna í fjölmiðlum. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað Olga að fá sér húðflúr yfir örið. Flúrið sýndi hún svo á forsíðu Vikunnar sem vakti mikla athygli.Börnin þeirra Olgu og Gísla voru fimm, sjö og fimmtán ára þegar Olga greindist fyrst. Olga og Gísli sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vor að heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. „Þið megið allar auglýsa þetta og láta vita, það er öllum á landinu velkomið að styrkja og taka þátt í þessari söfnun okkar. Við erum stoltar að tilkynna ykkur það að við, og þið, ætlið að styrkja fjölskyldu Olgu Steinunnar í ár. Nú er þetta í ykkar höndum, að taka þátt og leggja inn á reikning; 0111-26-702209, kt. 2209715979,“ skrifuðu Guðlaug og Ásta þegar þær auglýstu mótið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðskonur í knattspyrnu, hafa sett af stað söfnun fyrir eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur sem lést í sumar eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guðlaug og Ásta hafa stofnað styrktarreikning og ætla einnig að halda styrktarmót fyrir allar knattspyrnukonur 20 ára og eldri í Egilshöll 28. desember. „Olga var fædd árið 1975 og lék hún upp yngri flokkana með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk. Olga bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni en árið 2013 greinist hún með brjóstakrabbamein og flytur til Íslands eftir það,“ segja þær um söfnunina. Olga lést í júlí á þessu ári og lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Olga og eiginmaður hennar, Gísli Álfgeirsson, ræddu opinskátt um meinið og baráttuna í fjölmiðlum. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað Olga að fá sér húðflúr yfir örið. Flúrið sýndi hún svo á forsíðu Vikunnar sem vakti mikla athygli.Börnin þeirra Olgu og Gísla voru fimm, sjö og fimmtán ára þegar Olga greindist fyrst. Olga og Gísli sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vor að heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. „Þið megið allar auglýsa þetta og láta vita, það er öllum á landinu velkomið að styrkja og taka þátt í þessari söfnun okkar. Við erum stoltar að tilkynna ykkur það að við, og þið, ætlið að styrkja fjölskyldu Olgu Steinunnar í ár. Nú er þetta í ykkar höndum, að taka þátt og leggja inn á reikning; 0111-26-702209, kt. 2209715979,“ skrifuðu Guðlaug og Ásta þegar þær auglýstu mótið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30
Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20
Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14