Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:30 Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15