Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Samuel L. Jackson er í aðalhlutverki. AP/Apple TV+ Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni. Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni.
Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein