Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 20:11 Maðurinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira