Útivistardóms krafist á Løvland í LA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jóhann Helgason. Fréttablaðið/Anton Brink Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30