Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember 23. nóvember 2019 09:30 Ísland mætir Ungverjalandi í umspilinu. fréttablaðið/getty Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira