Stefnt er að uppsetningu hleðslustöðva á Þingvöllum. Þetta varð ljóst eftir að Orka náttúrunnar fékk styrk úr Orkusjóði til uppbyggingar umhverfisvænna innviða að því er segir á vef þjóðgarðsins.
Samstarf þjóðgarðsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hraðhleðslustöðvar við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum var undirritað á dögunum.
„Uppsetning slíkrar hraðhleðslustöðvar hefur legið fyrir í smá tíma en framkvæmdin dregist þar sem lagning rafstrengs frá Hakinu að þjónustumiðstöð fór á sínum tíma í umhverfismatsáætlun. Þegar nú loks er búið að tryggja rafmagn verður hægt að setja upp 150 kwh hraðhleðslustöð,“ segir á thingvellir.is. Samhliða verði unnið að uppsetningu millihleðslustöðva við nýtt bílastæði á Hakinu.
Hleðslustöðvar á Þingvöllum
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
