Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. nóvember 2019 13:47 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen. Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen.
Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira