Óðinn hefur verið reglulegur gestur á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar í vetur þar sem sýnd eru flott mörk sem Óðinn hefur skorað í vetur.
Eitt þeirra var skorað í dag er hann skoraði 20. mark GOG er liðið tapaði 27-24 fyrir Orlen Wisla Plock á útivelli.
How do you score from that position? Despite the defeat, Odinn Thor Rikhardsson delivered an amazing moment of behind-the-back brilliance for @gogsport. #veluxehfcl#ehfcl#PLOGOGpic.twitter.com/mptmWyEpFW
— EHF Champions League (@ehfcl) November 23, 2019
Hraðaupphlaup eru ein af sérgreinum Óðins en markið í dag var þó í dýrari kantinum. Markið var eitt af tveimur mörkum Óðins.
Markið má sjá hér að ofan en GOG er með níu stig í riðlinum eftir níu leiki. Wisla Plock er með ellefu stig.