Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:28 Írakskir mótmælendur kveikja elda úti á götum. getty/Murtadha Sudani Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við. Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við.
Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira