Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Auður er dyggur stuðningsmaður UN Women á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira