Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Auður er dyggur stuðningsmaður UN Women á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira