Lyfja hefur náð samkomulagi við Árbæjarapótek um kaup á rekstri apóteksins.
Þetta kemur fram í tilkynningu og eru kaupin sögð gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Árbæjarapótek hefur starfað frá árinu 1971.
Haft er eftir Kristjáni Steingrímssyni lyfsala í Árbæjarapóteki að þetta séu tímamót fyrir sig. „Ég á eftir að sakna þess góða starfsfólks sem verður áfram hjá apótekinu sem og okkar viðskiptavina.“
Lyfja hóf starfsemi sína með opnun Lyfju í Lágmúla árið 1996. Eftir kaupin rekur Lyfja 46 apótek og útibú víða um land með tæplega 400 starfsmenn.
Lyfja kaupir Árbæjarapótek
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent