Erlendur ferðamaður sem ók eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn gat hvorki framvísað ökuskírteini né sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi, sem hann kvaðst þó hafa.
Hann greiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á staðnum, að því er segir í tilkynningu um málið frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögregla kærði allmarga ökumenn til viðbótar fyrir hraðakstur í umdæminu. Þannig mældist ökumaður sem hafði ekki náð átján ára aldri á 128 kílómetra hraða á Reykjanesbraut og annar ók á 143 kílómetra hraða.
Ferðamaður greiddi 190 þúsund króna sekt á staðnum
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

