Myndið nýja ríkisstjórn og breytið kvótakerfinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 27. nóvember 2019 10:00 Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun