Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 10:43 Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira