Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Sjá meira