

Nýstárleg tillaga í skattamálum
Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“
Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. samkvæmt fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og gerir ráð fyrir því að um 543 einstaklingar myndu eiga rétt á niðurfellingu. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð.
Sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins.
Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“
Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings.
Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri.
Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun.
Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.
Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar