Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Mynd/Gísli Berg norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn.
Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira