Mikil óánægja á BUGL Ari brynjólfsson skrifar 29. nóvember 2019 08:00 Mikil starfsmannavelta hefur verið meðal fagfólks á Barna- og unglingageðdeild, BUGL, síðastliðin ár eða um 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira