Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:17 Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira