Segir að ríkið hefði átt að fara að fordæmi Þjóðverja Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 14:18 Skúli Mogensen fullyrðir að það hafi verið hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að koma að björgun flugfélagsins en að leyfa því að falla. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi hins fallna WOW Air, fullyrðir að það hefði verið hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að koma að björgun flugfélagsins en að leyfa því að falla. Í nýbirtu frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjáraukalaga er lagt til að framlög til ábyrgðarsjóðs launa verði aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW Air. Skúli tjáði sig um þessar fregnir í Facebook-færslu fyrr í dag.Sjá einnig: Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika„Það var þegar búið að endurskipuleggja rekstur WOW og koma honum í sama horf og þegar best lét á árunum 2015/6, ríkið hefði hæglega getað gripið inn í líkt og Þjóðverjar gerðu með AirBerlin á meðan verið væri að tryggja langtíma fjármögnun félagsins,“ segir Skúli í kjölfar fréttanna. „Það var hörmulegt að horfa á WOW falla og allt okkar frábæra fólk missa vinnuna. Svo það sé sagt þá er ég ekki að kenna ríkinu um hvernig fór né að draga úr minni ábyrgð heldur aðeins að benda á þá staðreynd að það hefði verið mun skynsamlegra að tryggja áframhaldandi rekstur WOW öllum til hagsbóta,“ bætti hann enn fremur við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli hefur tjáð sig með þessum hætti en í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júní síðastliðnum sagðist hann telja að það hefði verið hagkvæmara fyrir ríkið eða ríkisbankana að setja fjármagn inn í WOW Air, í stað þess að sitja uppi með samdrátt í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur áður sagt um fall WOW að hann telji það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir 7. nóvember 2019 15:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi hins fallna WOW Air, fullyrðir að það hefði verið hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að koma að björgun flugfélagsins en að leyfa því að falla. Í nýbirtu frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjáraukalaga er lagt til að framlög til ábyrgðarsjóðs launa verði aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW Air. Skúli tjáði sig um þessar fregnir í Facebook-færslu fyrr í dag.Sjá einnig: Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika„Það var þegar búið að endurskipuleggja rekstur WOW og koma honum í sama horf og þegar best lét á árunum 2015/6, ríkið hefði hæglega getað gripið inn í líkt og Þjóðverjar gerðu með AirBerlin á meðan verið væri að tryggja langtíma fjármögnun félagsins,“ segir Skúli í kjölfar fréttanna. „Það var hörmulegt að horfa á WOW falla og allt okkar frábæra fólk missa vinnuna. Svo það sé sagt þá er ég ekki að kenna ríkinu um hvernig fór né að draga úr minni ábyrgð heldur aðeins að benda á þá staðreynd að það hefði verið mun skynsamlegra að tryggja áframhaldandi rekstur WOW öllum til hagsbóta,“ bætti hann enn fremur við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli hefur tjáð sig með þessum hætti en í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júní síðastliðnum sagðist hann telja að það hefði verið hagkvæmara fyrir ríkið eða ríkisbankana að setja fjármagn inn í WOW Air, í stað þess að sitja uppi með samdrátt í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur áður sagt um fall WOW að hann telji það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir 7. nóvember 2019 15:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38
Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir 7. nóvember 2019 15:32