Sigurinn var aldrei í hættu. Lemgo var níu mörkum yfir í hálfleik, 15-6, en heimamenn í Lemgo gerðu að endingu 27 mörk.
Bjarki Már gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk en eftir mörkin þrettán er hann orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í þýska boltanum.
Það er einungis fyrrum liðsfélagi hans hjá Fuchse Berlín, Hans Lindberg, sem er markahærri en íslenski hornamaðurinn.
Lemgo er komið með sex stig eftir sigurinn en Ludwigshafen er áfram með þrjú. Lemgo er í 15. til 16. sæti deildarinnar.
Bjarki Mar Elisson er altså ikke bare en fløjspiller, der laver mange mål. Han skyder åbenbart også hårdt.@liquimoly_hblpic.twitter.com/gKujPERXUo
— Oliver Jørgensen (@oliverpreben) November 5, 2019
Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað er Alingsås vann þriggja marka sigur á IFK Skövde, 23-20, en Alingsås er á toppi deildarinnar.