Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður. Filippseyjar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður.
Filippseyjar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira