Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður. Filippseyjar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður.
Filippseyjar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira