Telja orkuverð hér allt of hátt Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania. Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira