Allir í gegn nema Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 09:30 Íslenskt vegabréf. Vísir/ÓskarÓ Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00