Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:40 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55