Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 12:46 Hemili Baha Abu al-Ata sem ráðinn var af dögum í nótt. EPA/MOHAMMED SABER Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44