Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis. Fréttablaðið/VALLI Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00
Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00