Hong Kong á barmi upplausnar Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Mótmælendur kveiktu elda í Hong Kong í gær. Nordicphotos/Getty Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30